- Auglýsing -
- Auglýsing -

Györ er með tvo vinninga – Stórsigur hjá Vipers

Katrine Lunde markvörður Vipers Kristiansand og norska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ríkjandi Evrópumeistarar í handknattleik kvenna, Vipers Kristiansand, röknuðu úr rotinu í gær og sigruðu ungverska liðið FTC örugglega á heimavelli, 37 – 26, þegar fimm leikir fóru fram í annarri umferð Meistaradeildar Evrópu. Rapid, Odense og Brest unnu einnig sína fyrstu sigra á leiktíðinni og Györ vann stórsigur á öðru ungversku liði, DVSC, 35 – 23 enda varla tapað fyrir því í tvo áratugi.

  • FTC tapaði sínum öðrum leik með meira en tíu marka mun en í fyrstu umferð tapaði það fyrir Metz, 38 – 25.
  • Tékkneska hægri hornakonan, Jana Knedlikova, er markahæst í Meistaradeildinni með 15 mörk. Á eftir henni kemur Andrea Lekic leikmaður FTC með 13 mörk og Orlane Kanor vinstri skytta Rapid með 12 mörk.
  • Györ er eina liðið af þeim 10 sem léku í gær sem hefur tekist að vinna tvo leiki í röð. Hægri hornamaður liðsins Emilie Hovden var markahæst með sex mörk en hún gekk til liðs við Györ í sumar.
  • Eftir að hafa verið 16 mörkum yfir í hálfleik, 25 – 9 í hálfleik, tryggði danska liðið Odense sér öruggan sigur á Buducnost, 39 – 24. Þetta er stærsti ósigur svartfellska liðsins í sögu Meistaradeildar kvenna.
  • Rapid Búkarest mætti með nýjan þjálfara við stjórnvölin en David Ginesta tók við liðinu af Kim Rasmussen á föstudagsmorgun. David var áður aðstoðarþjálfari. Rapid sneri við blaðinu í seinni hálfleik gegn Lubin og vann með eins marks mun, 26 – 25.

Úrslit dagsins

A-riðill:

Sävehof 20 – 25 Brest (9 – 15)

Györ 35 – 23 DVSC (14 – 10)

Odense 39 – 24 Buducnost (25 – 9)

B-riðill:

Vipers 37 – 26 FTC (19 – 15)

Rapid Búkarest 26 – 25 Lubin (12 – 15)

Keppni í Meistaradeild kvenna heldur áfram í dag með þremur leikjum. Bietigheim tekur á móti CSM Búkarest, Esbjerg fer í heimsókn til Krim í Ljubljana. Báðir þessir leikir hefjast klukkan 12. Tveimur stundum síðar hefst síðasti leikur 2. umferðar með viðureign Metz og Ikast.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -