- Auglýsing -
- Auglýsing -

Leikmenn Györi stigu krappan dans í Moskvu

Katrin Klujber lék vel fyrir ungverska liðið FTC í fyrstu umferð en það dugði ekki. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Meistaradeild kvenna í handknattleik fór af stað í dag með fimm leikjum. Úrslitin urðu dálítið eftir bókinni frægu en þó lentu ríkjandi meistarar í Györ í töluverðum vandræðum í Moskvu og á tímabili stefni allt í fyrsta tap liðsins í Meistaradeildinni síðan í janúar 2018. Goðsögnin Anita Görbicz bjargaði stiginu fyrir liðið með því að skora mark úr vinstra horninu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum, 27:27.

Danska liðið Odense tók á móti nýliðunum í Dortmund og unnu nokkuð þægilegan fimm marka sigur 32:27.  Vipers frá Noregi fór í góða heimsókn til Krim í Slóveníu og voru þær norsku með yfirhöndina allan tíman. Svo fór að lokum að þær unnu eins marks sigur 27:26.

Brest tók á móti Valeca og þar var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi og endaði leikurinn með 7 marka sigri heimastúlkna 28:21. Rostov-Don lagði leið sína til Búdapest til þess að spila gegn FTC en athygli vakti að þjálfari liðsins, Per Johansson var ekki á bekknum hjá rússneska liðinu. En það kom þó ekki að sök þar sem þær rússnesku fóru með sigur af hólmi 26:25.  

CSKA 27 : 27 Györ (14-14)

Mörk CSKA: Elena Mikhaylichenko 7, Darya Dimtrieva 5, Polina Vedekhina 3, Sara Ristovska 3, Antonina Skorobogatchenko 3, Marina Sudakova 2, Olga Gorshenina 2, Kathrine Brothmann Heindahl 1, Ekaterina Ilina 1.
Varin skot:Anna Sedoykina 6, Chana Franciela Masson de Souza 3.


Mörk Györ: Veronica Egebakken Kristiansen 7, Viktoria Lukács 6, Anita Görbicz 5, Eduarda Idalina Amorim Taleska 4, Stine Bredal Oftedal 2, Kari Brattset Dale 2, Anne Mette Hansen 1.
Varin skot: Amandine Leynaud 17.

Odense 32:27 B.Dortmund (13:13)
Mörk Odendse: Nycke Groot 8, Freja Kyndboel 5, Ayaka Ikehara 5, Mie Hojlund 4, Helena Hageso 3, Rikke Iversen 2, Sara Hald 2, Angelica Wallén 1, Malene Aambakk 1.
Varin skot: Althea Reinhardt 14, Tess Wester 2.
Mörk Dortmund: Jennifer Gutierrez 8, Kelly Vollebregt 6, Inger Smits 4, Kelly Dulfer 3, Merel Freriks 3, Alina Grijseels 2, Delaila Amega 1.
Varin skot: Isabell Roch 5.

Brest 28:21 Valcea (12:12)
Mörk Brest: Ana Gros 8, Sladjana Pop-Lazic 7, Kalidiatou Niakate 3, Pauline Coatanea 3, Tonje Loseth 2, Constance Mauny 2, Isabelle Gulldén 1, Monika Kobylinska 1, Pauletta Foppa 1.
Varin skot: Cleopatre Darleux 8, Sandra Toft 4.
Mörk Valcea: Marta Lopes 4, Ann Grete Norgaard 3, Iryna Glibko 3, Alicia Fernandez 3, Jelena Trifunovic 2, Asma Elghaoui 2, Zeljka Nikolic 1, Kristina Liscevic 1, Mireya Gonzalez 1, Maren Nyland Aardahl 1.
Varin skot: Diana Cristiana Ciuca 8, Marta Batinovic 1.

Krim 26:27 Vipers (9:14)
Mörk Krim: Samara Da Silva 8, Oceane Sercien 5, Ema Abina 3, Harma Anna Cornelia van Kreij 2, Maja Svetik 2, Manca Juric 1, Natasa Ljepoja 1, Nina Zabjek 1, Matea Pletikosic 1, Valentina Klemencic 1.
Varin skot: Jovana Risovic 12.
MörkVipers: Heidi Loke 9, Linn Jorum Sulland 5, Vilde Jonassen 3, Jana Knedlikova 3, Nora Mork 2, Emilie Arntzen 2, Sunniva Andersen 2, Jeanett Kristiansen 1.
Varin skot: Evelina Eriksson 19.

FTC 25:26 Rostov-Don (12:16)
Mörk FTC: Katrin Klujber 7, Anikó Kovacsics 4, Antje Malestein 3, Anett Kovacs 3, Noemi Hafra 3, Zita Szucsanszki 1, Anett Kisfaludy 1, Nadine Schatzl 1, Emily Bölk 1, Gréta Márton 1.
Varin skot: Blanka Bíró 11.
Mörk Rostov-Don: Anna Vyakhireva 6, Iuliia Managarova 5, Viktoriya Borschenko 3, Ksenia Makeeva 3, Polina Kuznetsova 2, Grace Zaadi 2, Kristina Kozhokar 2, Vladlena Bobrovnikova 1, Anna Sen 1, Anna Lagerquist 1.
Varin skot: Viktoriia Kalinina 12.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -