- Auglýsing -
Davíð Svansson, markvörður hefur ekkert leikið með HK í Grill 66-deildinni að undanförnu. Ástæðan er sú að hann tók nýverið við starfi golfvallarstjóra í Hveragerði og hefur af þeim sökum í mörg horn að líta.
„Davíð er hættur að æfa með okkur en ætlar að vera okkur innan handar ef það koma upp einhver meiðsli. Hann vildi hætta eftir að hann byrjaði að vinna sem golfvallarstjóri í Hveragerði,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK við handbolta.is í dag.
„Davíð er ennþá samningsbundinn okkur og við erum í mjög góðu sambandi,“ sagði Elías Már en hann fékk Davíð til liðs við HK sumarið 2019 en þá hafði Davíð leikið um skeið með Víkingi eftir að hafa verið árum saman aðalmarkvörður Aftureldingar.
Vegna brotthvarfs Davíðs fékk HK Ingvar Ingvarsson til liðs við sig eins og handbolti.is sagði frá á dögunum.
- Auglýsing -