FH-ingar eiga það markvarðapar Olísdeildarinnar sem varið hefur hvað mest til þessa. Daníel Freyr Andrésson og Jón Þórarinn Þorsteinsson skiptu leiknum við Fram í 12. umferð síðasta föstudag á milli sín og gerðu það með sóma.
FH vann leikinn 30:28.
Markvarsla FH og samvinna markvarðanna var til umræðu í Handboltahöllinni í gærkvöld. „Jón Þórarinn varði 37% skotanna í fyrri hálfleik. Hann tók þá bolta sem hann var að taka auk bónusbolta. Hann var góður,“ sagði Ásbjörn Friðriksson sérfræðingur Handboltahallarinnar. „Danni kom í markið í síðari hálfleik, byrjaði erfiðlega en hrökk svo í gang.“
„Þeir hafa alla burði til að verða besta markvarðarpar deildarinnar. Jón Þórarinn hefur vaxið gríðarlega inn í tímabilið og Danni er að læra það hlutverk að vera Jóni stuðningur,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson hinn sérfræðingur þáttarins í gærkvöld.
Lengri umfjöllun og myndskeið af frammistöðu þeirra félaga, Daníels og Jóns, er að finna í myndskeiðinu hér fyrir ofan.
- Handboltahöllin er vikulegur þáttur um handknattleik í opinni dagskrá sjónvarps Símans hvert mánudagskvöld. Í þáttunum eru leiki Olísdeilda karla og kvenna krufnir til mergjar.




