SC Magdeburg heldur áfram í vonina um að vinna þýska meistaratitilinn þriðja árið í röð eftir sigur á Hannover-Burgdorf, 34:28, á heimavelli í gærkvöld. Magdeburg er fimm stigum á eftir efstu liðunum tveimur Füchse Berlin og Melsungen en á tvo leiki inni á toppliðin. Melsungen og Füchse Berlin unnu einnig leiki sína í gærkvöld en þau eiga nú fjóra leiki eftir hvort.
Magdeburg á sex leikjum eftir ólokið en tveimur leikjum liðs var frestað í kringum jóla og áramót eftir bifreið var ekið inn á jólamarkað í borginni.
Gísli Þorgeir Kristjánsson var markahæstur leikmanna SC Magdeburg í sigrinum á Hannover-Burgdorf með átta mörk. Hann átti einnig tvær stoðsendinga og var einu sinni vikið af leikvelli.
Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg og átti þrjár soðsendingar eftir að hafa skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið.
Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
Sex marka sigur á heimavelli
Elvar Örn Jónsson, sem gengur til liðs við Magdeburg í sumar, skoraði fimm mörk og átti eina stoðsendingu í sigri Melsungen á HSG Wetzlar á heimavelli, 33:27.
Arnar Freyr Arnarsson skoraði fjögur af mörkum Melsungen.
Viktor Petersen Norberg átti eitt markskot fyrir Wetzlar. Skotið missti marks. Einnig átti hann eina stoðsendingu.
Andri Már öflugur
Andri Már Rúnarsson heldur áfram að leika vel með SC DHfK Leipzig þótt það nægi ekki alltaf til sigur. Hann skoraði sex mörk og gaf þrjár stoðsendingar í fjögurra marka tapi Leipzig á heimavelli í gær, 29:25, þegar leikmenn HSV Hamburg bar að garði. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig.
Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Göppingen sem átti ekki roð í Füchse Berlin á heimavelli, 43:28. Ými var einu sinni vikið af leikvelli.
Staðan í þýsku 1. deildinni: