Þriðji þátturinnn að hlaðvarpinu Handball Special í umsjón Tryggva Rafnssonar er kominn í loftið. Viðmælandin að þessu sinni er gleðigjafinn sjálfur, skjótari en skugginn, Sigurður Eggertsson.
„Sigurður er með eindæmum skemmtilegur viðmælandi og hefur frá ansi mörgum skemmtilegum sögum að segja. Gleðigjafinn sjálfur er engum líkur! Hann spilaði með flestum Reykjavíkurfélögunum, vann titla, spilaði meiddur með landsliðinu á EM, fékk undarlegar hótanir í aðdraganda þáttarins og þolir ekki Dani af því að þeir þykjast ekki skilja hann. Hann reifst við Dag Sigurðsson, elskar Roland Eradze og breytti um lífssýn eftir að „Bavú“ gekk til liðs við Val. Þetta er þáttur sem engin má missa af,“ segir í tilkynningu.
Hlekk inn á nýjasta þáttinn er m.a.að finna hér fyrir neðan. Einnig er hægt að nálgast þætti Handball Special á öllum hlaðvarpsveitum og eins á Facebook.