- Auglýsing -
„Þetta er glæsilegur varnarleikur, ekkert ósvipað Alexander Petersson í gamla daga,“ sagði Rakel Dögg Bragadóttir sérfræðingur Handboltahallarinnar í þætti gærkvöldsins í sjónvarpi Símans um varnarleik Hörpu Maríu Friðgeirsdóttur leikmanns Fram í viðureigninni við KA/Þór í 6. umferð Olísdeildar kvenna síðasta laugardag.
„Sjáið eljuna í henni,“ sagði Hörður Magnússon umsjónarmaður Handboltahallarinnar í varnarleik Hörpu María sem hljóp andstæðing sinn uppi, komst framfyrir hana og vann af henni boltann.
Myndskeið af atvikinu er hér fyrir ofan.
- Auglýsing -




