Í Handboltahöllinni á Handboltapassanum á mánudagskvöld er 13. umferð Olísdeildar kvenna var gerð upp var rætt um ÍR og þá staðreynd að liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð í deildinni.
„Hvað er að gerast hjá ÍR?“ velti þáttastjórnandinn Hörður Magnússon fyrir sér.
Ásbjörn Friðriksson, annar sérfræðinga Handboltahallarinnar, rýndi í tölfræðina á bak við fjögur töp ÍR í röð.
„Ég fór aðeins að skora tölfræðina, þær eru að skora einhverjum fjórum mörkum færri í leikjunum, búnar að fá á sig einu marki fleiri í leik og tapa tveimur fleiri boltum.
Það virðist því svolítið mikið farið úr leiknum. Þetta eru tveir leikir á móti ÍBV, svo Fram og KA/Þór. Þetta eru kannski bara eðlilegir leikir í deildinni,“ sagði Ásbjörn.
Umræðu um stöðu ÍR má sjá í myndskeiðinu hér fyrir ofan.
ÍR heimsækir botnlið Selfoss í 14. umferð Olísdeildarinnar klukkan 14 í dag og freistar þess að koma sér aftur á beinu brautina.



