- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Handboltahöllin: Jólin hafa farið vel í okkar konu

- Auglýsing -

Ekki var hjá því komist að ræða frammistöðu Hafdísar Renötudóttur í Handboltahöllinni á Handboltapassanum á mánudagskvöld. Hafdís varði 16 skot og var með 55% hlutfallsmarkvörslu í stórsigri Vals á KA/Þór í 13. umferð Olísdeildarinnar.

„Hún er náttúrlega búin að vera stórkostleg. Hún tekur víti og nokkrar dauðafærisvörslur þar sem hún stoppar KA-mennina einhvern veginn alltaf  þegar þeir fá smá séns. Þá er hún bara mætt,“ sagði Einar Ingi Hrafnsson annar sérfræðinga Handboltahallarinnar.


„Þær eru allar orðnar einhvern veginn hræddar við hana. Efinn er kominn hjá ekki bara KA/Þór heldur hjá öllum leikmönnum deildarinnar virðist vera. Jólin hafa farið mjög vel í okkar konu því hún kemur sjóðandi heit inn í nýtt ár,“ bætti Einar Ingi við.

Umræðu um Hafdísi og frammistöðu hennar á tímabilinu má sjá í myndskeiðinu hér fyrir ofan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -