- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Handboltahöllin: Orð eru óþörf um leikmann umferðarinnar

- Auglýsing -

Hafdís Renötudóttir, markvörður Vals, er leikmaður 13. umferðar Olísdeildar kvenna að mati Handboltahallarinnar á Handboltapassanum og skyldi engan undra.

Hafdís varði 16 skot af 29 sem komu á markið í stórsigri á KA/Þór og var þannig með 55% hlutfallsmarkvörslu.

„Orð eru óþörf,“ sagði Hörður Magnússon um valið á Hafdísi og uppskar hlátur frá Einari Inga Hrafnssyni, öðrum sérfræðinga Handboltahallarinnar.

Leikmaður umferðarinnar í fyrsta sinn

Landsliðsmarkvörðurinn er á sínum stað í markinu í liði 13. umferðar, er í liði umferðarinnar í þriðja sinn og leikmaður umferðarinnar í fyrsta sinn.

Liðsfélagi hennar Lovísa Thompson er í liðinu í fimmta sinn og Harpa María Friðgeirsdóttir hjá Fram sömuleiðis. Ásdís Guðmundsdóttir hjá Fram er í liðinu í þriðja sinn.

Birna Berg Haraldsdóttir hjá ÍBV er í liðinu í sjötta sinn og nafna hennar og liðsfélagi í ÍBV Birna María Unnarsdóttir í fyrsta sinn.

Sonja Lind Sigsteinsdóttir er í liðinu í annað sinn og annað skiptið í röð.

Magnús Stefánsson er þá þjálfari umferðarinnar í annað sinn.

Lið 13. umferðar má sjá í heild sinni í myndskeiðinu hér að ofan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -