- Auglýsing -
Frammistaða Ásdísar Höllu Hjarðar með ÍBV í leikjum Olísdeildarinnar hefur gripið athygli sérfræðinga Handboltahallarinnar, vikulegs uppgjörsþáttar sem haldið er úti í sjónvarpi Símans hvert mánudagskvöld.
„Hún hefur vaxið mikið, það eru töggur í henni. Mér finnst líka alltaf gaman að sjá unga leikmenn mæta til leiks og vilja láta til sín taka, fyrst varnarlega og síðan sóknarlega,“ segir Rakel Dögg Bragadóttir fyrrverandi landsliðskona í handknattleik og þjálfari um vaska framgöngu Ásdísa Höllu Hjarðar.
Myndskeið með tilþrifum Ásdísar Hjarðar er að finna hér fyrir neðan.
- Auglýsing -




