Drengirnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar gáfu út nýjan þátt í dag en umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Gestur, Arnar og Kristinn. Umræðuefni þáttarins var meðal annars 8 liða úrvalsdeild en þeir félagar eru á sama máli að það yrði handboltanum til bóta að breyta deildarfyrirkomulaginu í karlaboltanum. Þá vilja þeir sjá umræðu um hvort eigi að setja á fót aftur 2.fl og breyta fyrirkomulaginu í 3.fl. í leiðinni og leggja niður U liðin.
Þá ræddu þeir líka um æfingamótin en þeir komu þar með athyglisverða tillögu um breytingar á þeim í líkingu við það sem er gert í Færeyjum og að sama skapi vilja þeir fá deildarbikarinn aftur á dagskrá á milli jóla og nýárs.
Einnig var kynntur til leiks nýr styrktaraðili þáttarins en það er drykkurinn Klaki og þegar nær líður tímabili munu þeir félagar tilkynna í hverju þetta samstarf þeirra með Klaka felst.