- Auglýsing -
Ekki er slegið slöku við í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar þessa dagana en drengirnir gáfu út sinn fertugasta og fyrsta þátt í gær.
Í þættinum fjölluðu þeir um leiki 2 í undanúrslitum karla. Að þeim loknum þá má með sanni segja að Haukar og Selfoss séu komnir með bakið upp við vegg þar sem liðin eru komin 2-0 undir í einvígunum.
Þá fórum þeir aðeins yfir leik Fjölnis og ÍR í umspili um laust sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð.
Að lokum leiðréttu þeir þær rangfærslur sem þeir fóru með í síðasta þætti um árskýrslu HSÍ.
- Auglýsing -