4. þáttur – karlar
Kvartettinn í Handboltinn okkar komu sér fyrir í stúdíói í gær og tók upp fjórða þáttinn sinn á þessu tímabili. Að þessu sinni fóru þeir yfir árangur Vals í Evrópudeildinni sem og verkefnið sem bíður þeirra í næstu umferð.
Þá opinberuðu þeir spá þáttarins fyrir Olísdeild karla sem og Grill66 deild karla. Þeir fengu aðstoð frá sérfræðingum þáttarins en það eru þau, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Einar Andri Einarsson, Valtýr Björn Valtýsson, Brynjar Valsteinsson, Daníel Berg Grétarsson, Brynja Magnúsdóttir og Ívar Benediktsson.
Farið var yfir hverjir eru lykilmenn liðanna í Olísdeild karla að mati þáttarstjórnanda auk þess sem valið var besta liðið skipað af leikmönnum í Olísdeildinni.
Kvartettinn er sammála því að það stefni í gríðarlega skemmtilegan vetur í Grill66 deildinni. Þeir spá að Harðarmenn vinni baráttuna við Þór og Fjölni um að komast upp í Olísdeildina í vor.
Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á hnapp neðst til hægri á borðanum hér fyrir neðan.