- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handkastið: Afhverju valdi Snorri ekki bara Teit?

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Heitasta umræðan þessa dagana er um Donna. Hann hefur verið að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins og ekkert spilað með sínu félagsliði í desember. Hann er valinn, greinilega sem 17. eða 18. leikmaður. Hann spilar ekki mínútu í þessum æfingaleikjum. Á meðan erum við með Teit Örn Einarsson sem hefur verið gjörsamlega frábær með Flensburg í fjarveru Kai Smits,“ sagði Arnar Daði Arnarsson í nýjasta þætti Handkastsins þar sem farið er um víðan völl í umræðum um landsliðið í aðdraganda Evrópumótsins í handknattleik.


„Ég hef rætt þetta áður hvort að Snorri hafi verið að vanmeta stöðuna á Donna og hvort það sé reynsluleysi í Snorra að hafa ekki Teit í hópnum vegna meiðsla Donna. Staðan er greinilega sú að nokkrum dögum fyrir EM er Donni varla leikfær. Ég efast um að Donni sé leikfær fyrst hann fær ekki mínútu í þessum leikjum,“ bætti Arnar Daði við áður en Theodór Ingi Pálmason lagði orð í belg.

„Þetta var það sem maður óttaðist og var að velta fyrir sér fyrir viku síðan. Afhverju tekur hann ekki bara Teit fyrst að þetta er staðan á Donna?“

Hvað gerist?

„Segjum að Ómar eða Viggó meiðist, veikist eða fara í leikbann. Erum við þá að fara kalla inn tæpan Donna inn í hópinn?” spurði Arnar Daði.

„Mér finnst þetta skrítið. Ég verð að viðurkenna það. Snorri Steinn spilaði tvívegis gegn Teit í fyrra í Evrópudeildinni, kannski er eitthvað við Teit sem Snorri fílar ekki,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Handkastinu.

Umræðan hefst eftir rúmlega 30 mínútna þátt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -