- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handkastið: Aldrei hafa fleiri séð opnunarleikinn

Daníel Freyr Andrésson markvörður FH. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

„Það hafa aldrei fleiri horft á opnunarleik Íslandsmótsins í handknattleik og á leik FH og Aftureldingar. Sexþúsund heimili, einungis með myndlykil frá Símanum. Þá ótalin þau heimili sem horfðu á leikinn í gegnum appletv eða Vodafone myndlykla,“ segir Arnar Daði í uppgjörsþætti Handkastsins um 1. umferð Olísdeildar karla.


„Það má reikna með að minnsta kosti 20 þúsund manns hafi fylgst með leiknum,“ sagði Styrmir Sigurðsson einn umsjónarmanna Handkastsins ásamt Arnari Daða og Theodór Inga Pálmasyni.

Þeir félagar voru sammála um að viðureign FH og Aftureldingar hafi verið frábær og án alls haustbrags. Þess utan sem umgjörðin á leiknum hjá FH-ingum í Kaplakrika hafi verið frábær. „Mér leið bara eins og að vera á leik fjögur í úrslitaeinvígi,“ sagði Theodór Ingi sem hefur marga fjöruna sopið í handboltanum.

Umræðan um áhugan á leik FH og Aftureldingar hefst strax eftir sjö mínútur í uppgjörsþætti Handkastsins sem kom út í gærkvöld. Að vanda er umræðan tæpitungulaus hjá þeim félögum og ítarlega farið yfir leikina sex í fyrstu umferð.

Svart og hvítt hjá Hafnarfjarðarliðunum og áhorfsmet sett í 1. umferð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -