- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handkastið: Held að Arnar Freyr verði upp í stúku

Arnar Freyr Arnarsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins MT Melsungen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Það héldu allir þegar landsliðshópurinn var valinn að Einar Þorsteinn yrði 17. eða 18. leikmaðurinn í þessum hópi. Maður fór strax að pæla í þessu vali og á endanum hugsaði maður að Snorri Steinn væri ekki að velja Einar Þorstein sem varnarmann til að vera utan hóps. Hann hlýtur að vera með hlutverk fyrir hann og það kom síðan á daginn í fyrri leiknum að Einar Þorsteinn var kominn inná í fyrri hálfleik. En það er þá á kostnað Arnars Freys sem spilaði ekki mínútu í fyrri leiknum en Snorri vill greinilega hafa alla á tánum og Arnar Freyr byrjar inná í seinni leiknum bæði í vörn og sókn,“ segir Arnar Daði Arnarsson umsjónarmaður Handkastsins í nýjasta þættinum en í honum voru landsleikirnir við Austurríki gerðir upp.


„Hann greip ekki gæsina og var ekki að vinna sér inn traust hjá Snorra Steini í þessum leik,” sagði Arnar Daði ennfremur um nafna sinn Arnar Frey.

„Ef þetta hefði verið atvinnuviðtal þar sem maður fær bara ákveðinn glugga þá hefði hann ekki verið að heilla vinnuveitandann sinn uppúr skónum. Það hefur kannski verið eitthvað stress í honum og hann hefur áttað sig á stöðunni að hann væri orðinn þriðji línumaður og jafnvel fjórði varnarmaður. Það eru alskonar tilfinningar sem spila inní þetta. Hann var farinn að gera mistök sem línumenn með lítið sjálfstraust gera,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson fyrrverandi handknattleiksmaður sem var gestur Handkastsins.


„Síðan er spurning hvort hann henti hlaupunum sem Snorri Steinn vill úr vörn í sókn. Henta ekki Elliði, Ýmir og Einar Þorsteinn miklu betur í það? Ég held að Arnar Freyr verði bara upp í stúku, því miður fyrir hann,“ bætti Jóhann Gunnar við ennfremur.

Umræðan hefst eftir rúmlega 25 mínútna þátt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -