- Auglýsing -
Handknattleiksmaðurinn Haraldur Björn Hjörleifsson hefur ákveðið að snúa aftur heim í heimahagana til Aftureldingar eftir tveggja ára veru hjá Fjölni. Haraldur Björn hefur hripað nafn sitt undir tveggja ára samning við Aftureldingu, eftir því sem segir í tilkynningu félagsins í kvöld.
Haraldur Björn lék upp yngri flokka í Aftureldingu en gekk til liðs við Fjölni leiktíðina 2023/2024 og fór með liðinu upp í Olísdeildina eftir æsilega umspilsleiki við Þór. Haraldur Björn lék með Fjölni framan af leiktíðinni í Olísdeildinni vetur sem leið en sleit krossband í leik við KA síðla á síðasta ári. Alls náði Haraldur Björn 11 leikjum með Fjölni í Olísdeildinni og skoraði í þeim 42 mörk.
- Auglýsing -