- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Harðarmenn sóttu stig austur – þrjú lið jöfn á toppnum

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ungmennaliði Selfoss tókst ekki að vefjast fyrir leikmönnum Harðar í viðureign liðanna í Set-höllinni á Selfossi í dag en viðureign liðanna var í Grill66-deild karla í handknattleik. Hörður vann með 12 marka mun, 41:29. Eins og oft áður þá er drjúgt skorað í leikjum Harðarmanna. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 21:17, Ísfirðingum í vil.


Síðari hálfleikur var eign Harðar frá upphafi til enda. Liðið skoraði 20 mörk til viðbótar og fékk aðeins á stig 12.


Hörður er þar með kominn upp að hlið ÍR og Fjölnis með 26 stig að loknum 16 leikjum og ljóst má vera að toppbarátta deildarinnar er síst að skýrast. Aðeins eitt lið fer beint upp í Olísdeildina í vor en annað í gegnum umspil sem tekur við af deildarkeppninni lokinni.


Mörk Selfoss U.: Tryggvi Sigurberg Traustason 4, Vilhelm Freyr Steindórsson 4, Gunnar Kári Bragason 4, Sölvi Svavarsson 4, Hannes Höskuldsson 3, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Haukur Páll Hallgrímsson 3, Gunnar Flosi Grétarsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Einar Ágúst Ingvarsson 1.
Mörk Harðar: Sugur Hikawa 10, Daniel Wale Adeleye 8, Guntis Pilpuks 5, Mikel Srista Amibia 5, Axel Sveinsson 3, Keyna Ksahara 3, Ásgeir Óli Kristjánsson 2, Elías Ari Guðjónsson 2, Óli Björn Vilhjálmsson 2, Tadeo Salduna 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -