Haukar mæta bosníska liðinu HC Izvidac í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik síðla í mars. Fyrri viðureignin verður á Ásvöllum 22. eða 23. mars. Síðari leikurinn verður þar með viku síðar á heimavelli HC Izvidac í Ljubuski í Bosníu. Dregið var til átta liða úrslita í morgun.
Eftirtalin lið drógust saman:
CS Minaur Baia Mare (Rúmenía) – HC Alkaloid (N-Makedónía).
AEK Aþena HC (Grikkland) – RK Partizan (Serbía).
Olympiakos SFP (Grikkland) – Runar Sandefjord (Noregur).
Haukar – HC Izvidac (Bosnía og Hersegóvína).
HC Izvidac vann ítalska liðið Raimond Sassari samanlagt með fimm marka mun, 71:66, í tveimur leikjum í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í október. Efir það tók við tveir spennandi leikir við úkraínska liðið HC Motor í lok nóvember. HC Izvidac vann naumlega, 73:72, samanlagt eftir tveggja marka sigur á heimavelli 30. nóvember 41:39.
Í 16-liða úrslitum hafði HC Izvidac betur í tveimur leikjum við Sabbianco Anorthosis Famagusta frá Kýpur, 55:50. Fyrri viðureignin, sem fram fór á Kýpur lauk með jafntefli, 25:25. HC Izvidac var á heimavelli, Sportska Dvorana Ljubuski, á laugardaginn, 30:25.
Dregið til undanúrslita
Einnig var dregið til undanúrslita. Komist Haukar áfram mæta þeir sigurliðinu úr viðureign AEK Aþenu og RK Partizan.
Undanúrslitaleikirnir verða í lok 19. og 20. apríl og 26. og 27. apríl.
Valur vann Evrópubikarkeppni karla á síðasta ári eftir að hafa mætt Olympiakos í úrslitaleikjum.