Haukar mætar bosníska meistaraliðinu HC Izvidac í kvöld í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik. Viðureigin fer fram í Sportska Dvorana í Ljubusk í Bonsíu og hefst klukkan 19. Vonir standa til þess að leiknum verði streymt heimasíðu félagsins á youtube.
Haukar unnu fyrri viðureignina sem fram fór á Ásvöllum á laugardaginn fyrir viku, 30:27.
Ekki er annað að sjá leikskýrslu sem gefin hefur verið út en að Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka tefli fram sinni vöskustu sveit í viðureigninni í kvöld sem er 126. leikur karlaliðs Hauka í Evrópukeppni á 45 árum.
Dómarar frá Aserbaísjan
Dómarar leiksins í kvöld eru frá Aserbaísjan en svo vill til að Haukar hafa áður haf kynni af Aserum í keppninni. Haukar unnu Kür frá Aserbaísjan í 32 liða úrslitum í lok nóvember.
Samanlagður sigurvegari viðureignar Hauka og HC Izvidac mætir annað hvort AEK frá Grikklandi eða RK Partizan Belgrad í undanúrslitum. AEK vann fyrri viðureignina með fimm marka mun, 27:22. Síðari leikurinn verður í Belgrad á morgun.
Þriggja marka sigur á bosnísku meisturunum
Förum brosandi til Bosníu og gerum okkar besta