- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar höfðu yfirburði í KA-heimilinu

Margrét Einarsdóttir markvörður Hauka var vel á verði í leiknum í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Haukar komust á ný á skrið í Olísdeild kvenna í dag eftir tap fyrir Fram um síðustu helgi þegar liðið sótti KA/Þór heim í KA-heimilið í lokaleik 12. umferðar. Óhætt er að segja að leikmenn Hafnarfjarðarliðsins hafi farið illa með Akureyrarliðið og gert út um leikinn strax á fyrsta stundarfjórðungnum. Niðurstaðan var 13 marka sigur Hauka, 32:19, eftir 11 marka forskot að fyrri hálfleik loknum, 16:5.

Leikmenn Hauka skoruðu fimm fyrstu mörk leiksins áður en KA/Þór liðið komst á blað. Fleiri erfiðar mínútur tóku við hjá heimaliðinu sem skoraði aðeins eitt mark á fyrstu 18 mínútunum. Staðan 11:1 eftir 18 mínútur!

Þar með var öll spenna á bak og burt og Haukar tóku heim með sér stigin tvö og eru nú tveimur stigum á eftir forystuliði Olísdeildar Val. KA/Þór er næst neðst með fimm stig eins og Stjarnan í sjötta sæti. Afturelding rekur lestina.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild kvenna.

Mörk KA/Þórs: Lydía Gunnþórsdóttir 5/5, Isabella Fraga 4, Rafaele Nascimento Fraga 3, Nathalia Soares Baliana 2, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 2, Kristín A. Jóhannsdóttir 2, Aþena Einvarðsdóttir 1.
Varin skot: Matea Lonac 12/1, 27,3%.

Mörk Hauka: Sara Odden 6, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 5, Elín Klara Þorkelsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 4, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 4, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Birta Lind Jóhannsdóttir 3.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 12/1, 48% – Elísa Helga Sigurðardóttir 2, 25%.

Öll tölfræði leiksins er hjá HBstatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -