- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar í úrslit eftir sjö ára bið – síðast var Stefán hinum megin við borðið

Leikmenn Hauka taka á sprett til að fagna sigrinum í kvöld og sæti í úrslitum. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Haukar leika til úrslita í Poweradebikarnum í handknattleik kvenna á laugardaginn gegn Fram. Haukar unnu Gróttu með 10 marka mun, 31:21, á Ásvöllum í kvöld eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 12:9.

Úrslitaleikurinn á laugardaginn verður sá fyrsti sem kvennalið Hauka tekur þátt í frá 2018 er liðið steinlá fyrir Fram, 30:16. Á þeim tíma var Stefán Arnarson, annar þjálfara Hauka um þessar hinum megin við borðið, var þjálfari Fram. Um leið verður þetta í níunda sinn sem Haukar leika til úrslita í bikarnum.

Haukar fagna sigri með stuðningsmönnum. Ljósmynd/J.L.Long

Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson flauta til úrslitaleiksins á laugardaginn stundvíslega klukkan 13.30.


Leikmenn Gróttu náðu að velgja Haukum undir uggum í fyrri hálfleik, þvert á margar. Aðeins var þriggja marka munur í hálfleik, 12:9. Gróttu lék mikið sjö á sex sem gekk ágætlega upp um leið og liðinu tókst að halda af hraða leiksins.

Karlotta Óskarsdóttir sýndi á tíðum mikla útsjónarsemi í sóknarleiknum. Hér 6 mörkum hennar fyrir Gróttu í uppsiglingu. Ljósmynd/J.L.Long

Snemma í fyrri hálfleik skildu leiðir. Haukar keyrðu upp hraðann og komust 11 mörkum yfir, 22:11, þegar leiktíminn var hálfnaður. Leikmenn Gróttu sem aldrei hafa staðið í þeim sporum fyrr að leika til undanúrslita í bikarnum lögðu ekki árar í bát. Þeim tókst að minnka muninn í sjö mörk áður en bilið jókst á ný á allra síðustu mínútum.

Hluti af hópi stuðningsfólki Gróttu sem lét vel í sér heyra á Ásvöllum í kvöld. Ljósmynd/J.L.Long

Þrátt fyrir talsvert tap þá geta leikmenn Gróttu borið höfuðið hátt eftir leikinn. Með meiri reynslu þá mun liðið vaxa og dafna. Aðeins er ár liðið síðan Grótta lék í Grill 66-deildinni. Enginn verður smiður í fyrsta sinn.

Úrslitaleikur Hauka og Fram á laugardaginn á vafalaust eftir að bjóða upp á flest það besta sem kvennahandboltinn hér á landi hefur fram að bjóða.

Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 8/4, Karlotta Óskarsdóttir 6, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Edda Steingrímsdóttir 1, Rut Bernódusdóttir 1, Arndís Áslaug Grímsdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 9/1, 23,7%.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 9/2, Inga Dís Jóhannsdóttir 6, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 4/1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 3, Sara Odden 2, Berglind Benediktsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Sara Katrín Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 14, 50% – Margrét Einarsdóttir 2/1, 22,2%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -