Haukar og Valur mætast öðru sinni í kapphlaupi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.30.
Valur hafði betur í fyrstu viðureign liðanna sem fram fór á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld, 30:28, eftir hafa verið skrefi á undan nær allan leikinn. Ljóst er að Haukar verða að svara fyrir sig í kvöld til þess að halda spennu í einvíginu.
Haukar, sem unnu bikarkeppnina í byrjun mars, unnu Val, 28:23, á Ásvöllum 15. janúar í 12. umferð Olísdeildar.
Viðureignin á Ásvöllum í kvöld verður send út á Handboltapassanum. Handbolti.is fylgist með í textalýsingu.
Næst eigast Valur og Haukar við í N1-höllinni á Hlíðarenda á mánudagskvöld.
Olís kvenna: Leikjadagskrá, úrslitakeppni 2025