- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar unnu baráttusigur – Rakel Oddný skoraði sigurmarkið í Ploce

Leikmenn Hauka eftir sigurinn góða í Ploce í kvöld. Ljósmynd/Haukar topphandbolti
- Auglýsing -


Haukar unnu fyrri viðureignina við HC Dalmatinka Ploce í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í Ploce í Króatíu í kvöld, 24:23, eftir að hafa verið undir allan leikinn. Rakel Oddný Guðmundsdóttir skoraði markið sem reyndist ráða úrslitum þremur mínútum fyrir leikslok.

Haukar voru aðeins einu sinni yfir í leikum, þegar mestu máli skipti, þ.e. þegar upp var staðið.

Síðari leikurinn fer fram á morgun í Dom športova Ploca hvar leikið var einnig í kvöld. Síðari viðureignina telst verða heimaleikur Hauka.


HC Dalmatinka Ploce var með yfirhöndina frá upphafi. Haukar áttu undir högg að sækja og voru m.a. þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik. Leikmenn Hafnarfjarðarliðsins gáfust aldrei upp þótt á móti blési. Haukar voru m.a. fjórum mörkum undir þegar síðari hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður, 20:16.

Alexandra Líf Arnarsdóttir jafnaði metin, 23:23, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiktímanum. Rakel Oddný skoraði síðasta mark leiksins eins og áður segir. Hún var um leið markahæst Hauka að þessu sinni.

Það bíður því spennandi viðureign á morgun sem mun skera úr um hvort liðið tekur sæti í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar.

Mörk Hauka: Rakel Oddný Guðmundsdóttir 6, Alexandra Líf Arnarsdóttir 4, Elín Klara Þorkelsdóttir 3, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Sara Odden 2, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 6, 37,5% – Margrét Einarsdóttir 3, 18,7%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -