Haukur Þrastarson kemur inn í leikmannahóp íslenska landsliðsins fyrir leikinn við Egyptaland í 1. umferð milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik í kvöld. Einar Þorsteinn Ólafsson víkur úr leikmannahópnum í stað Hauks. Sveinn Jóhannsson verður áfram utan hópsins eins og gegn Slóvenum í fyrrakvöld.
Haukur var utan leikmannahópsins í viðureignunum við Kúbu og Slóveníu en var með í fyrsta leiknum gegn Grænhöfðaeyjum.
Viðureign Íslands og Egyptalands hefst í Zagreb Arena hefst klukkan 19.30. Handbolti.is fylgist með leiknum í textalýsingu.
Leikmenn Íslands í kvöld
Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (278/25).
Viktor Gísli Hallgrímsson, Wisla Plock (65/1).
Aðrir leikmenn:
Aron Pálmarsson, Veszprém (175/682).
Bjarki Már Elísson, Veszprém (123/411).
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (55/120).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (84/196).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (65/148).
Haukur Þrastarson, Dinamo București (38/54).
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (91/156).
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (47/140).
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting Lissabon (21/63).
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (81/221).
Teitur Örn Einarsson, Vfl Gummersbach (41/41).
Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig (64/189).
Ýmir Örn Gíslason, Frisch Auf Göppingen (97/40).
Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (10/19).