- Auglýsing -
- Auglýsing -

HC Odense heldur áfram að koma á óvart

Frá leik CSM Bucaresti og Esbjerg um síðustu helgi. Liðin léku ekki í Meistaradeildinni um helgina vegna kórónuveirunnar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þriðja umferðin í Meistaradeild kvenna fór fram um helgina en þó voru bara 5 leikir á dagskrá þar sem þremur viðureignum, FTC – Metz, Krim – Esbjerg og CSM Bucaresti – Rostov-Don, var frestað þar sem leikmenn í þessum liðum eru ýmist í einangrun eða sóttkví vegna Covid19 veirunnar.

Þýska liðið Dortmund fór í heimsókn til Podravka en þær þýsku höfðu tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum í Meistaradeildinni. Gestirnir voru sterkari aðilinn í leiknum og náðu að landa sínum fyrsta sigri með einu marki, 26:25.

Nýliðarnir í CSKA halda áfram að skrifa sögu félagsins í Meistaradeildinni með hverjum leiknum en að þessu sinni tóku þær á móti rúmenska liðinu Valcea. Þær rússnesku gerðu sér lítið fyrir og unnu öruggan tíu marka sigur, 30:20, þar sem hin unga Elena Mikhaylichenko fór fyrir sínu liði og skoraði níu mörk.

Bietigheim tók á móti Vipers þar sem gestirnir fóru sér hægt af stað í leiknum en þegar leið á hann tóku þær öll völdin og unnu að lokum 4 marka sigur, 33:29. Það var mikið gleðiefni í þessum leik að Nora Mörk átti flottan leik. Mörk sýndi að hún er óðum að ná fyrri styrk en hún skoraði níu mörk í þessum leik. Þetta eru góð tíðindi fyrir Þóri Hergeirsson, landsliðsþjálfara Noregs en Evrópumótið er svo að segja á næsta leiti.

Danska liðið Odense heldur áfram að koma helstu sérfræðingum kvennaboltans á óvart en þær unnu þriðja leikinn sinn í röð í Meistaradeildinni þegar þær lögðu Buducnost að velli 30:21. Þetta er jafnframt þriðji leikurinn sem danska liðið nær að rjúfa 30 marka múrinn. Tapið setur Buducnost hins vegar í erfiða stöðu en þær eru nú án stiga í riðlinum eftir þrjár umferðir.

Háspennuleikur umferðarinnar var svo í Frakklandi þegar að ríkjandi meistarar í Györ heimsóttu franska liðinu Brest.  Þær ungversku lentu í miklum vandræðum í þessum leik og þegar átta mínútur voru til leiksloka voru heimakonur með fimm marka forystu, 24:19, og allt stefndi í fyrsta ósigur Györ í rúm 2 ár. En reynsla meistaranna vóg þungt í lokin og náðu þeir að knýja fram jafntefli á lokamínútunni 25:25 og eru því komnir uppí 40 leiki án taps.

Úrslit helgarinnar:

Podravka 25-26 B.Dortmund (14-15)
Markaskorarar Podravka: Lamprini Tsakalou 7, Azenaide Carlos 6, Ana Turk 3, Dejana Milosavljevic 3, Dijana Mugosa 2, Aneja Beganovic 2, Selena Milosevic 1, Elena Popovic 1.
Varin skot: Yuliya Dumanska 15.
Markaskorarar Dortmund: Alina Grijseels 7, Inger Smits 5, Kelly Dulfer 3, Tina Abdulla 3, Jennifer Rode 2, Merel Freriks 2, Dana Bleckmann 2, Kelly Vollebregt 1, Johanna Stockschlader 1.
Varin skot: Isabell Roch 10, Yara Ten Holte 2.

CSKA 30-20 Valcea (14-11)
Markaskorarar CSKA: Elena Mikhaylichenko 9, Ekaterina Ilina 4, Polina Gorshkova 3, Kathrine Heindahl 2, Polina Vedekhina 2, Darya Dmitrieva 2, Sara Ristovska 2, Marina Sudakova 1, Olga Gorshenina 1, Natalia Chigrinova 1, Yuliia Markova 1, Anastasiia Illarionova 1, Antonina Skorobogatchenko 1.
Varin skot: Anna Sedoykina 7, Chana Masson 6.
Markaskorarar Valcea: Marta Lopez 4, Iryna Glibko 3, Asma Elghaoui 3, Jelena Triunovic 2, Evgenija Minevskaja 2, Elena Florica 2, Zeljka Nikolic 1, Elena Dascalete 1, Maren Aardahl 1.
Varin skot: Marta Batinovic 8.

Bietigheim 29-33 Vipers (14-15)
Markaskorarar Bietigheim: Antje Lauenroth 8, Julia Maidhof 6, Xenia Smits 5, Trine Jensen 3, Kim Naidzinavicius 3, Stine Jorgensen 3, Luisa Schulze 1.
Varin skot: Emily Sando 13, Valentyna Salamakha 1.
Markaskorarar Vipers: Nora Mörk 9, Henny Reistad 7, Heidi Löke 3, Linn Jorum Sulland 3, Jana Knedlikova 3, Sunniva Andersen 3, Marta Tomac 2, Hanna Maria Yttereng 1, Jeanett Kristiansen 1, Emilie Arntzen 1.
Varin skot: Evelina Eriksson 5, Katrine Lunde 3.

Odendse 30-21 Buducnost (12-8)
Markaskorarar Odense: Jessica Da Silva 8, Mie Hojlund 5, Helena Hæsö 5, Rikke Iversen 3, Freja Kyndböel 3, Lois Abbingh 2, Malene Aambakk 2, Nycke Groot 1, Anne de la Cour 1.
Varin skot: Tess Wester 9, Althea Reinhardt 3.
Markaskorarar Buducnost: Andrea Lekic 6, Majda Mehmedovic 6, Tatjana Brnovic 5, Allison Pineau 2, Itana Grbic 1, Valeriia Maslova 1.
Varin skot: Armelle Attingré 5, Barbara Arenhart 5.

Brest 25-25 Györi ETO (12-12)
Markaskorarar Brest: Ana Gros 9, Isabelle Gullden 4, Kalidiatou Niakate 3, Djurdjina Jaukovic 3, Goralie Lassource 2, Pauline Coatanea 2, Constance Mauny 1, Pauletta Foppa 1.
Varin skot: Sandra Toft 7, Cleopatre Darleux 4.
Markaskorarar Györ: Estelle Nze Minko 4, Viktoria Lukacs 4, Anne Mette Hansen 4, Stine Bredal Oftedal 3, Veronica Kristiansen 3, Csenge Fodor 3, Eduarda Amorim 2, Amanda Kurtovic 1, Dorottya Faluvegi 1.
Varin skot: Amandine Laynaud 9, Silje Solberg 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -