„Við hefðum þurft hundrað prósent leik til þess að vinna Hauka,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar í samtali við handbolta.is eftir þriggja marka tap [ekki tveggja marka eins og spyrill segir í viðtalinu], 32:29, fyrir Haukum í 10. umferð Olísdeildar kvenna í Hekluhöllinni í Garðabæ í dag.
Patrekur var ánægður með varnarleik Stjörnunnar í leiknum þrátt fyrir allt og þær áherslur sem lagt var upp með hafi í stórum dráttum tekist. „Sóknarleikurinn var einnig markvissari en áður og það atriði sem við höfum lagt talsverða vinnu í á þeim tíma sem er liðin frá síðasta leik,“ sagði Patrekur en nærri tveir mánuðir eru liðnir frá því síðast var leikið í Olísdeild kvenna.
Nánar er rætt við Patrek í myndskeiði hér fyrir neðan þar sem hann talar m.a. um þær framfarir sem átt hafa sér stað hjá Stjörnunni frá því að leiktímabilið hófst í byrjun september.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.