- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Heiðmar heldur áfram þótt Pastor taki við af Prokop

- Auglýsing -

Engin breyting verður á starfi Heiðmars Felixsonar hjá þýska efstu deildarliðinu Hannover-Burgdorf þótt Spánverjinn Juan Carlos Pastor taki við sem aðalþjálfari liðsins næsta sumar. Pastor leysir þá Christian Prokop af hólmi þegar samningur þess síðarnefnda rennur sitt skeið á enda.


Heiðmar hefur verið aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf frá haustinu 2021 og um leið þjálfað táningalið félagsins. Eike Korsen framkvæmdastjóri Hannover-Burgdorf sagði í dag, þegar greint var frá ráðningu Pastor, að félagið legði hér eftir sem hingað til, ríka áherslu á uppeldisstarfið og tengingu þess við aðalliðið. Þar leiki Heiðmar stórt hlutverk.

Sem aðstoðarþjálfari Prokop hefur Heiðmar verið hans nánasti samverkamaður og hlaupið í skarðið og stýrt aðalliðinu í fjarveru Prokop, m.a. á tímum covid.

Juan Carlos Pastor tekur við þjálfun Hannover-Burgdorf næsta sumar. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Pastor er þrautreyndur þjálfari. Hann þjálfaði Pick Szeged í Ungverjalandi frá 2013 til 2023 og var landsliðsþjálfari Spánar 2005 þegar Spánverjar unnu heimsmeistaratitilinn. Eftir að Pastor hætti með Pick Szeged var hann um skeið landsliðsþjálfari Egypta en hætti í vor sem leið og landi hans Xavier Pascual tók við.

Forráðamenn Hannover-Burgdorf hafa góða reynslu af spænsku þjálfara. Carlos Ortega, núverandi þjálfari Barcelona, var þjálfari hjá félaginu frá 2017 til 2021 uns honum bauðst að taka við Katalóníurisanum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -