- Auglýsing -
„Ég er ánægður enda sannfærandi sigur hjá okkur,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals eftir að lið hans lagði Stjörnuna, 32:27, í upphafsleik Olísdeildar karla í handknattleik í Hekluhöllinni í Garðabæ í kvöld.
„Við gerðum okkur seka um að fara illa með nokkur færi og hleypa Stjörnumönnum aðeins inn í leikinn þegar leið á síðari hálfleikinn. Þá var kannski smá agaleysi á okkur en heilt yfir góður leikur en á stundum köflóttur,“ sagði Ágúst ennfremur en lengra viðtal er í myndskeiði hér fyrir neðan.
Meistaraefnin fóru vel af stað
Olísdeild karla – næstu leikir.
- Auglýsing -