- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heimir fastagestur í Merzig í 30 ár – kom heim með brons 1995

Bronslið Íslands á Sparkassen Cup í árslok 1995: Efri röð f.v.: Guðmundur Árni Sigfússon, aðst.þjálfari, Heimir Ríkarðsson, þjálfari, Halldór Jóhann Sigfússon, Arnar Bjarnason, Jónas Hvannberg, Bjarki Hvannberg, Guðjón Valur Sigurðsson, Helgi H. Jónsson, Daníel Ragnarsson, Hjaltl Gylfason, Einar Halldór Björnsson liðsstjóri. Fremri röð f.v.: Einar Jónsson, Kristján G. Þorsteinsson, Sverrir Þórðarson, Sigurgeir Höskuldsson, Ragnar Óskarsson, Hörður Flóki Ólafsson, Vilhelm Sigurðsson.
- Auglýsing -


Fyrsti leikur 19 ára landsliðsins í handknattleik karla á Sparkassen Cup í Merzig í Þýskalandi verður í dag gegn landsliði Slóveníu. Flautað verður til leiks klukkan 14. Heimir Ríkarðsson annar þjálfara íslenska landsliðsins hefur svo að segja verið fastagestur með yngri landslið á Sparkassen Cup frá 1995. Á fyrsta mótinu hafnaði íslenska landsliðið í þriðja sæti.


Af þessu tilefni er Heimir í viðtali við síðu mótsins en hann orðinn nánast heiðursborgari í Merzig fyrir að hafa haldið einstakri tryggð við mótið. Í viðtalinu kemur m.a. fram að Guðjón Valur Sigurðsson hafi verið einn þeirra sem var í fyrsta landsliðinu sem Heimir fór með frá Íslandi á mótið fyrir 29 árum.

Fleiri, sem síðar urðu þekktir handknattleiksmenn og einnig þjálfarar, voru í íslenska liðinu á Sparkassen cup fyrir 29 árum. Ísland hafnaði í 3. sæti og vakti árangurinn og ferðin talsverða athygli. Hér fyrir neðan er m.a. umfjöllun í Morgunblaðinu frá 5. janúar 1996.

(beðist er velvirðingar á að föðurnafn Heimis er rangt í megintexta og myndatexta. Heimir er Ríkarðsson, ekki Ríkharðsson. Þá hefur nafn Einars Halldórs Björnssonar liðsstjóra fallið niður. Einar er í lengst til hægri í efri röð við hlið Hjalta).


Sjá einnig: Mikið breytt 19 ára landslið fór til Þýskalands

Nærri 30 árum síðar

Að þessu sinni taka átta lið þátt í mótinu og hefur þeim verið skipt niður í tvo riðla. Auk Íslands og Slóveníu er Holland og B-lið Þýskalands í B-riðli. Þýskaland, A-lið, Sviss, Serbía og úrvalslið frá Saarlandi, einu sambandsríki Þýskalands eru í A-riðli.

Viðureignin við Slóvena er sú eina hjá íslenska liðinu í dag. Á morgun verður leikið gegn B-liði Þýskalands klukkan 10.20 og við hollenska landslðið klukkan 14.20.

Hægt er að kaupa aðgang að streymi frá leikjum á eftirfarandi slóð: https://handball-globe.tv/sparkassencup-merzig .

Að lokinni riðlakeppninni taka tveir leikir við hjá íslenska landsliðinu á sunnudaginn. Það mun ráðast af árangri í leikjunum þremur í riðlakeppninni hver verður andstæðingur í krossspili og um sæti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -