- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Halda stórliðin áfram sigurgöngu sinni?

Katrin Klujber og samherjar í FTC-Rail Cargo eiga harma að hefna gegn Bietigheim. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Áttunda umferð Meistaradeildar kvenna fer fram um helgina en það þýðir jafnframt að keppnin er hálfnuð. Í þessari umferð eigast við sömu lið og mættust um síðustu helgi. Það er skemmtileg tilviljun að það eru rússnesk lið sem sitja í öðru sæti riðlanna þegar að sjö umferðir eru búnar.

Stórliðin Rostov-Don og CSM Búkaresti vonast til þess að halda áfram sigurgöngu sinni í A-riðli á meðan ungverska liðið FTC vill hefna fyrir tapið gegn Bietigheim um síðustu helgi. Í B-riðli vonast CSKA til þess að ná toppsætinu af Györ en þær rússnesku hafa unnið sex leiki í röð. Brest, sem situr í þriðja sæti, vonast til að halda í við toppliðin.

Leikir helgarinnar

A-riðlill

CSM Búkaresti – Krim | Laugardagur 14. nóvember kl. 15.00

  • CSM sigraði í leik liðanna um síðustu helgi (25-23) og var það fimmti sigurleikur þeirra í sex leikjum.
  • Með sigri CSM í þessum leik þá jafnar liðið félagsmetið frá tímabilunum 2015/16 og 2017/18 sem eru 5 sigurleikir í röð.
  • Krim sem situr í sjöunda sæti riðilsins heftur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum til þessa.
  • Fimm leikmenn CSM, Jelena Grubisic, Carmen Martin, Elizabeth Omoregie, Barbara Lazoviv og Dagana Cvijic, eiga það allar sameiginlegt að hafa spilað með Krim á síðasta áratug.

Bietigheim – FTC | Sunnudagur 15. nóvember kl. 13.00

  • Bietigheim sigraði í leik liðanna um síðustu helgi 35-24 en það var fyrsti sigur þýska liðsins í Meistaradeildinni þennan vetur og jafnframt stærsti sigur í sögu félagsins í Meistaradeildinni.
  • Markahæsti leikmaður FTC Angela Malestein mætir fyrrverandi félögum sínum en hún spilaði fyrir þýska liðið í sex ár.
  • Bietigheim hefur fengið á sig flest mörk í Meistaradeildinni í vetur eða 31.1 mark að meðaltali í leik en FTC hefur hins vegar skorað fæst mörk að meðaltali eða 24.8 mörk í leik.
  • Með sigri í þessum leik yrði það sigurleikur númer 90 hjá FTC en aðeins fimm félög, Györ, Buducnost, Hypo, Krim og Larvik, hafa náð að sigra fleiri leiki.

Esbjerg – Rostov-Don | Sunnudagur 15. nóvember kl. 13.00

  • Rostov er eitt af fjórum liðum á þessari leiktíð sem er enn ósigrað hin eru þau Györ, Vipers og CSKA.
  • Frá því að hinn sænski Per Johansson, þjálfari Rostov, fékk atvinnuleyfi í Rússlandi hefur liðið unnið alla sex leiki liðsins, þrjá í Meistaradeildinni og þrjá í rússnesku deildinni.
  • Esbjerg hefur átt í miklum meiðslavandræðum á þessu tímabili en þær hafa ekki náð að vinna í síðustu fimm leikjum sínum í Meistaradeildinni.
  • Esbjerg fékk hins vegar góðan liðsstyrk í vikunni þegar að hin spænska Nerea Pena gekk til liðs við þær frá ungverska liðinu Siófok.

B-riðill

Podravka – Brest | Laugardagur 14. nóvember kl. 15.00

  • Podravka hafa nú tapað þremur leikjum í röð.
  • Brest situr í þriðja sæti riðilsins með átta stig.
  • Ana Gros leikmaður Brest er markahæst í Meistaradeildinni en hún hefur skorað 48 mörk sem er 12 mörkum meira en Julia Maidhof leikmaður Bietigheim.
  • Þessi lið hafa aldrei áður mæst í Evrópukeppnum.

Buducnost – Valcea | Laugardagur 14. nóvember kl 17.00

  • Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum sínum hefur Buducnost aðeins rétt úr kútnum og eru nú komið með þrjú stig eftir fimm leiki.
  • Valcea er eina liðið sem hefur ekki enn fengið stig í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.
  • Liðin hafa mæst tólf sinnum áður í Evrópukeppnum þar sem Buducnost hefur unnið sjö leiki en Valcea fimm leiki.

Odense – CSKA | Sunnudagur 15. nóvember kl. 15.00

  • CSKA vann fimmta leikinn sinn í röð þegar þær unnu Odense 27-23 í síðustu umferð.
  • CSKA eru enn taplausar og eru í öðru sæti riðilsins með ellefu stig en þó einum leik minna en topplið Györ.
  • Odense sem situr í fjórða sæti riðilsins hefur nú tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni.
  • Elena Mikhaylichenko markahæsti leikmaður CSKA verður frá keppni næstu 6-8 mánuðina þar sem hún sleit krossband á dögunum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -