- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hetjuleg barátta dugði ekki í Flensborg

Valsmenn verða að leggja allt í sölurnar á þriðjudaginn gegn Benidorm. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valur tapaði í kvöld með þriggja marka mun fyrir Flensburg í 7. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Leikurinn fór fram í Flens-Arena í Flensburg. Heimamenn voru tveimur mörkum yfir eftir fyrri hálfleik, 16:14.


Leikmenn Flensburg voru sterkari í fyrri hálfleik og náðu um skeið fimm marka forskoti, 14:9, áður en Valsmenn náðu góðum kafla og minnkuðu muninn í tvö mörk, 14:12.


Mikill kraftur var í Valsmönnum í síðari hálfleik. Þeir komust yfir, 21:20, eftir nærri tíu mínútna leik. Þeir fengu á sig þrjú mörk í röð í framhaldinu. Flensburg komst yfir og lét forskotið aldrei af hendi þótt leikmenn Vals legðu allt í sölurnar. Valsmenn náðu að velgja leikmönnum Flensburg undir uggum. Allt þarf hinsvegar að ganga upp í leikjum sem þessum til þess að hægt sé að ná stigi út úr þeim.


Kevin Møller markvörður Flensburg og danska landsliðsins reyndist Valsmönnum erfiður. Hann varði hvað eftir annað úr opnum færum.


Flensburg er efst í riðlinum en Valur er ennþá í fjórða sæti þegar þrjár umferðir eru eftir með fimm stig eins og ungverska liðið FTC (Ferencváros) sem vann franska liðið PAUC í kvöld. Ljóst má vera að Valsmenn verða að vinna heimaleikinn við Benedorm eftir viku til þess að halda í vonina um að ná fjórða sæti riðilsins.

Miðasala er hafin á leikinn hjá Tix.is.


Mörk Vals: Benedikt Gunnar Óskarsson 8/6, Tjörvi Týr Gíslason 4, Stiven Tobar Valencia 3, Aron Dagur Pálsson 2, Arnór Snær Óskarsson 2, Magnús Óli Magnússon 2, Agnar Smári Jónsson 2, Alexander Örn Júlíusson 1, Finnur Ingi Stefánsson 1, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1, Tryggvi Garðar Jónsson 1, Bergur Elí Rúnarsson 1, Björgvin Páll Gústavsson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10/1, 23%.

Mörk Flensburg: Aaron Mensing 8, Jóhan á Plógv Hansen 7/1, August Baskar Pedersen 5, Mads Mensah 4, Simon Hald 3, Anton Lindskog 2, Franz Semper 1, Teitur Örn Einarsson 1, Gøran Søgard Johannessen 1, Emil Jakobsen 1/1.
Varin skot: Kevin Møller 16/1, 36%. Benjamin Buric 0.

Úrslit kvöldsins í Evrópudeildinni og staðan í riðlunum.


Handbolti.is fylgdist með leiknum á leikjavakt:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -