- Auglýsing -
Hilmar Guðlaugsson hefur ákveðið að láta af störfum sem yfirþjálfari yngri flokka handknattleiksdeildar frá og með 14. janúar 2025. Frá þessu er greint í tilkynningu frá HK.
Hilmar mun þó áfram sinna starfi sínu sem þjálfari meistaraflokks kvenna.
Hilmar kom inn til HK upphafi síðasta árs eftir nokkurra ára veru í Noregi.
Davíð Elí íþróttafulltrúi handknattleiksdeild HK hleypur í skarðið fyrst um sinn á meðan næstu skref eru ákveðin, segir ennfremur í tilkynningu HK.
- Auglýsing -