HK vann Íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki kvenna í dag eftir að hafa lagt Fram með þriggja marka mun, 22:19, í úrslitaleik að Varmá í Mosfellsbæ. HK var með fimm marka forskot í hálfleik, 13:8. Fram beit frá sér í síðari hálfleik og náði að minnka muninn í eitt mark um skeið. HK-liðið var sterkara á lokakaflanum og vann verðskuldaðan sigur.
Elísa Helga Sigurðardóttir, markvörður HK, var valin maður leiksins.
Mörk HK: Embla Steindórsdóttir 7, Katrín Hekla Magnúsdóttir 3, Alfa Brá Oddsdóttir 3, Amelía Laufey Miljevic 3, Landra Sól Salvamoser 3, Sandra Rós Hjörvarsdóttir 2, Telma Steindórsdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 12.
Mörk Fram: Bergdís Sveinsdóttir 5, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 5, Eydís Pálmadóttir 4, Sara Rún Gísladóttir 4, Katrin Scheving 1.
Varin skot: Ingunn Brynjarsdóttir 10.