- Auglýsing -
Hlaðvarpsþátturinn Handboltinn okkar hefur verið sendur út í síðasta sinn, alltént að sinni, eftir að hafa verið í loftinu síðustu tvö keppnistímabil handknattleiksfólks hér á landi.
Í tilkynningu segir að erfiðlega hafi gengið að fá samstarfsaðila til þess að standa á bak við gerð þáttanna í þeirri mynd sem þeir hafa verið, og af þeim metnaði sem stjórnendur hlaðvarpsins hafa. Af þeim sökum verði ekki farið af stað inn í þriðja keppnistímabilið í röð.
Það er von forráðamanna Handboltans okkar að með betri tíð og blóm í haga verði mögulegt að hefja útsendingar á nýja leik „og fá að taka þátt í umræðunni um íþróttina sem við elskum allir,“ eins og segir orðrétt í tilkynningu sem birtist á Facebook-síðu Handboltans okkar í dag.
- Auglýsing -