Ísland hefur aðeins unnið þriðjung upphafsleikja sinna á heimsmeistaramóti karla í handknattleik. Íslenska landsliðið tekur nú þátt í HM í 21. sinn. Í gær tapaði liðið í þrettánda sinn fyrsta leik sínum á HM. Einu sinni hefur Ísland náð jafntefli í fyrsta leik.
Áratugur er síðan Ísland vann fyrsta leik í HM. Það var gegn Ungverjum í Norrköping í Svíþjóð, 32:26. Fjórir leikmenn landsliðsins á HM 2011 eru í 20 manna hópnum á HM tíu árum síðar, Alexander Petersson, Björgvin Páll Gústavsson, Kári Kristján Kristjánsson og Oddur Gretarsson.
Sigrar Íslands í fyrsta leik á HM:
1964, Ísland – Egyptaland 16:8
1990, Ísland – Kúba 27:23
1995, Ísland – Bandaríkin 27:16
1997, Ísland – Japan 24:20*
2003, Ísland – Ástralía 55:15
2007, Ísland – Ástralía 45:20
2011, Ísland – Ungverjaland 32:26
*Japan var gestgjafi HM 1997 og tapaði fyrir Íslandi í upphafsleik keppninnar. Síðan hefur gestgjafinn á HM ekki tapað í fyrsta leik.
Ísland hefur einu sinni gert jafntefli í fyrsta leik á HM. Jafnteflið varð staðreynda á HM í Túnis fyrir 16 árum gegn Tékkum, 34:34. Það var um leið fyrsti HM-leikur Alexanders Petersson. Hann skoraði tvisvar sinnum.