- Auglýsing -
Síðustu leikir í milliriðli þrjú og fjögur á heimsmeistaramótinu í handknattleik fara fram síðdegis og í kvöld. Í þriðja riðli getur íslenska landsliðið dregið úr vonum Norðmanna um sæti í 8-liða úrslitum með sigri. Þar með opnaðist möguleiki fyrir Portúgal að fara áfram á kostnað Norðmanna. Frakkar eru þegar öruggir um sæti í 8-liða úrslitum hvernig sem leikur þeirra fer í kvöld.
Í milliriðli fjögur berjast fjögur lið um sæti í átta liða úrslitum og svo skemmtilega vill til að þau mætast í lokaumferðinni. Svíar, sem hafa sex stig í efsta sæti leika gegn Landsliði Rússlands. Rússar eru stigi á eftir. Áður en að viðureign Svía og Rússa kemur þá mæta Slóvenar landsliði heimamanna, Egyptum. Slóvenar hafa fimm stig eins og Rússar en Egyptum hefur tekist að öngla saman í sex stig og aðeins tapað einum leik í keppninni, gegn Svíum.
Leikir dagsins á HM:
Milliriðill 3:
Alsír – Sviss, kl. 14.30.
Ísland – Noregur, kl. 17.
Portúgal – Frakkland, kl. 19.
Milliriðill 4:
Hvíta-Rússland – Norður-Makedónía, kl. 14.30.
Slóvenía – Egyptaland, kl. 17.
Landslið Rússlands – Svíþjóð, kl. 19.30.
Forsetabikarinn, riðill 2:
Marokkó – Chile, kl. 14.30.
Suður-Kórea – Austurríki, kl. 17.
- Auglýsing -