„Danir eru með hörkulið og hafa yfir að ráða miklum hraða sem þeir leggja mikið upp úr að færa sér í nyt,“ segir Heimir Ríkarðsson annar þjálfari 19 ára landsliðsins í handknattleik um væntanlegan mótherja íslenska landsliðsins í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Egyptalandi kl. 14 á morgun.
Leggja upp hröðum leik
„Danir leggja mikið upp hraðaupphlaupum og eru einnig afar vel samæfðir. Þar á ofan hafa þeir að skipa mjög öflugum hávöxnum markverðir. Vörn, markvarsla og hraður sóknarleikur. Þetta er bara mjög gott lið,“ segir Heimir og bætir við að Danir hafi tapað fyrir Svíum með eins marks mun eftir framlengingu í úrslitaleik Evrópumóts 18 ára landsliða fyrir ári. Uppistaða danska liðsins á HM 19 ára sér silfurliðið frá EM í fyrra.
Ísland hafnaði í fjórða sæti á EM 18 ára í fyrra eftir grátlegt tap eftir framlengingu fyrir Ungverjum í bronsleiknum.

Förum með fullt sjálfstraust
„Dagurinn hefur verið helgar undirbúningi fyrir leikinn við Dani. Við höfum klippt niður upptökur með leikjum Dana, farið yfir það með strákunum auk þess að taka létta æfingu. Við fundum aftur í kvöld og síðan á ný í fyrramálið. Eftir það tekur við leikurinn. Við förum með fullu sjálfstrausti í leikinn,“ segir Heimir Ríkarðsson annar þjálfari 19 ára landsliðsins í samtali við handbolta.is.
Úrslit leikja Dana á HM:
Bandaríkin – Danmörk 25:36 (10:14).
Danmörk – Túnis 37:31 (19:14).
Danmörk – Tékkland 34:29 (15:14).
Danmörk – Japan 38:25 (19:11).
Egyptaland – Danmörk 29:29 (14:17).