- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Ærið verkefni hjá heimsmeisturunum

Dione Housherr og Tess Wester leikmenn hollenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik hefst á Spáni miðvikudaginn 1. desember og stendur til 19. sama mánaðar. Leikið verður í upphafi í átta fjögurra liða riðlum. Fram að mótinu fer handbolti.is yfir hvern riðil keppninnar.

D-riðill

Þátttökuþjóðir: Holland, Púertó Ríkó, Svíþjóð, Usbekistan,

Það verður ærið verkefni fyrir hollenska landsliðið að verja heimsmeistaratitil sinn, þótt ekki sé litið nema til sögunnar. Aðeins þrisvar sinnum hefur ríkjandi meisturum tekist að verja tign sína.

Á síðustu tveimur árum hefur hollenska landsliðð gengið í gegnum nokkrar breytingar. Í framhaldi af sjötta sætinu á EM fyrir ári og fimmta sætinu á Ólympíuleiknum í Tókýó í sumar ákváðu forsvarsmenn hollenska handknattleikssambandsins  að skipta um þjálfara. Monique Tijsterman tók tók við þjálfun af Emmanuel Mayonnade.

Ekki bætir úr skák að óvissa ríkir um hversu mikið Estavana Polman getur tekið þátt í þessu móti. Hún hefur ekki náð sér á strik eftir að hafa slitið krossband í hné í ágúst í fyrra. Polman var kjölfesta hollenska liðsins sem vann HM fyrir tveimur árum. Hún sagði í samtali við danska fjölmiðla í vikunni að staðreyndin væri sú að hnéið yrði aldrei eins gott og það hafi verið fyrir meiðslin. Það myndi aldrei þola sama álag og áður.

Standa betur að vígi

Aðalleikur riðilsins verður án efa viðureign  Hollands og Svíþjóðar en Hollendingar hafa haft betur í viðureignum þjóðanna til þessa og hafa aðeins tapað tveimur af síðustu sjö leikjum þjóðanna frá 2001.

Sænska kvennalandsliðið er í mikilli framför um þessar mundir. Það hafnaði í fjórða sæti á Ólympíuleikunum í sumar sem er besti árangur þess á Ólympíuleikum og það þrátt fyrir að vera án Isabellu Gulldén. Gulldén, sem hefur verið fremst handknattleikskona Svía um árabil, ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna í desember.

Þó að Svíar hafi ekki leikið gegn Úsbekistan og Púertó Ríkó þá verður að telja sænska liðið mjög sigurstranglegt í báðum leikjum.

Úsbekistan fengu farseðil á HM eftir að hafa lent í fimmta sæti á Asíuleikunum. Þetta er aðeins í annað skiptið sem Úsbekum tekst að komast inná HM kvenna en fyrst var lið þjóðarinnar með á HM 1997. Á mótinu fyrir 24 árum töpuðu Úsbekar fjórum leikjum, gegn Króatíu, Noregi, Frakklandi og Hvíta-Rússlandi en gerðu jafntefli við Kanada. Niðurstaðan var m.a. neikvæða markatölu upp á 98 mörk.

Úsbekar mæta Púertó Ríkó

Mikilvægasti leikur Úsbeka á mótinu verður viðureignin við Púertó Ríkó sem einnig er að taka þátt á HM í annað sinn.

Landslið Púerto Ríkó vann sér inn þátttökurétt á HM 2015 og tókst þá að vinna Kasakstan.  Lið Púerto Ríkó tapað þá fyrir Rússum, Noregi, Spáni og Rúmeníu og var með neikvæða markatölu upp á 109 mörk þegar upp var staðið og hafnaði í 20. sæti af 24 þátttökuþjóðum.

Tengill á fyrri greinar:
A-riðillB-riðill, C-riðill.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -