- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HMU21: Framundan er uppgjör við Serba

Íslenska landsliðið vann Egypta á HM í dag. F.v.: Benedikt Gunnar Óskarsson, fyrirliði, Brynjar Vignir Sigurjónsson, Guðmundur Bragi Ástþórsson, Einar Bragi Aðalsteinsson, Andri Már Rúnarsson, Þorsteinn Leó Gunnarsson, Tryggvi Þórisson, Ísak Gústafsson, Andri Finnsson, Jón Þórarinn Þorsteinsson, Kristófer Máni Jónasson, Simon Michael Guðjónsson, Jóhannes Berg Andrason, Arnór Viðarsson, Róbert Snær Örvarsson, Stefán Orri Arnalds. Einnig er Adam Thorstensen markvörður í hópnum. Hann sat yfir í leiknum við Chile en myndin er tekin fyrir þá viðureign. Mynd/IHF/Jozo Cabraja
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, mætir Serbum í dag í uppgjöri um efsta sæti G-riðils heimsmeistaramótsins. Viðureignin fer fram í íþróttahöll í Aþenu sem nefnd er eftir hinni vel þekktu grísku söngkonu og leikkonu og síðar ráðherra, Melinu Merkouri.

Vongóðir

Flautað verður til leiks klukkan 17.15 og standa vonir til þess að hægt verður að fylgjast með útsendingu á youtube síðu Alþjóða handknattleikssambandsins: https://www.youtube.com/@IHFcompetitions.
Einnig verður handbolti.is með textalýsingu frá viðureigninni eins og öðrum leikjum íslenska liðsins á mótinu.

Sigri fagnað á landsliði Marokko á mánudaginn, Benedikt Gunnar Óskarsson, Arnór Viðarsson, Andri Már Rúnarsson og Símon Michael Guðjónsson, Mynd/IHF/Jozo Cabraja

Stál í stál fyrir ári

Landslið Íslands og Serbíu mættust á Evrópumótinu í Portúgal 7. júlí á síðasta ári. Litlar breytingar hafa orðið á liðunum frá síðasta ári. Leikmenn eru aðeins árinu eldri og reynslunni ríkari. Jafntefli varð í viðureigninni, 28:28. Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15. Serbar byrjuðu síðari hálfleik af krafti. Þeir skoruðu fimm fyrstu mörkin og voru með yfirhöndina nær því leiksloka. Öflugur endasprettur og frammistaða Brynjars Vignis Sigurjónssonar markvarðar tryggði íslenska liðinu annað stigið.

Andri Már Rúnarsson í leiknum við Chile í fyrradag. Mynd/IHF/Jozo Cabraja

Ekki mátti reyndar miklu muna að íslensku piltarnir stælu sigrinum í lokin. Skot Andra Más Rúnarssonar sex sekúndum fyrir leikslok var varið.

Snýst um 2 stig í milliriðli

Ísland og Serbía eru örugg um sæti í milliriðlum, 16-liða úrslitum ef svo má segja. Leikurinn í dag snýst og hvort hreppir efsta sætið og tekur með sér tvö stig inn í milliriðilinn þar sem landslið Afríkumeistara Egypta og heimamanna, Grikkja, bíða. Leikið verður í milliriðlum á sunnudag og mánudag í Aþenu. Stigin tvö sem eru í boði í dag skipta miklu máli og auðvelda leiðin í átta liða úrslit.

Brynjar Vignir Sigurjónsson, markvörður, tryggði íslenska liðinu sigur gegn Marokkó. Hann átti stórleik gegn Serbum á EM í fyrra, var með liðlega 40% markvörslu. Mynd/IHF/Jozo Cabraja

Fjórir fjögurra liða riðlar

Í milliriðlum, 16-liða úrslitum, verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum á sunnudag og mánudag. Tvö efstu lið hvers riðils taka sæti í átta liða úrslitum sem leikin verða í Berlín í Þýskalandi.

Einnig verður keppt um sæti níu til sextán á mótinu og í raun er leikið um öll sætin 32 áður en mótinu lýkur. Nánar um það þegar öll kurl verða komin til grafar að lokinni riðlakeppninni í kvöld.

HMU21: Úrslit, staðan og næstu leikir

U20: Tókst að bjarga sér úr slæmri stöðu og ná stigi

U20 – Myndsyrpa, Ísland – Serbía

Stórsigur í Aþenu – sæti í 16-liða úrslitum í höfn

Brynjar Vignir tryggði Íslandi sigur í Aþenu

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -