- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hoppandi kátir enda allir neikvæðir

Ómar Ingi Magnússon og Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar geta hiklaust tekið þátt í HM síðar í vikunni. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Víst er að covidveiran mun ekki gera íslenska landsliðinu í handknattleik gramt í geði næstu daga eftir að staðfest var í morgun, eftir PCR-próf í gær, að leikmenn og starfsmenn íslenska hópsins sem tekur senn stefnuna til Svíþjóðar fékk neikvæða niðurstöðu. Íslenska landsliðið fær þar með grænt ljós til þátttöku á heimsmeistaramótinu með fullmannað lið.


Skilyrði fyrir þátttöku á heimsmeistaramótinu er að skilað sé inn neikvæðri niðurstöðu úr PCR prófi við komuna á leikstað. Hefur gætt nokkurrar spennu síðustu daga vegna þessara skilyrða og fleiri atriða sem víkja að sóttvörnum á heimsmeistaramótinu.

Leikjadagskrá HM – smellið hér.

Næsta próf eftir riðlakeppnina

Þungu fari er létt af hópnum sem vonast til að halda sig réttu megin við línuna mótið til enda. Næst fara allir í covidpróf að lokinni riðlakeppni heimsmeistaramótsins á mánudagskvöldið áður stefnan verður tekin á næsta stig mótsins, hvort sem það verður keppnin um forsetabikarinn eða milliriðlakeppnin.


Eins og kom fram á handbolta.is í morgun heldur íslenski hópurinn til Svíþjóðar í kvöld frá Þýskalandi með viðkomu á Kastrupflugvelli í Kaupamannhöfn.

D-riðill (Kristianstad)
12. janúar:
Ungverjaland – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Portúgal, kl. 19.30.
14. janúar:
Portúgal – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30.
16. janúar:
Suður Kórea – Ísland, kl. 17.
Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -