Hörður á Ísafirði hefur samið við Admilson Futtado landsliðsmann Grænhöfðaeyja um að leika með liði félagsins í Grill 66-deild karla á næsta keppnistímabili. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem landsliðmaður frá þessari eyju undan austurströnd Afríku semur við íslenskt félagslið.
Admilson er örvhentur og leikur í hægra horni, alla jafna. Hann var m.a. í landsliði Grænhöfðaeyja á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Svíþjóð og Póllandi í upphafi síðasta árs. Íslenska landsliðið lék m.a. gegn Grænhöfðeyingum á móti.
Admilson, sem er 28 ára gamlall og 177 sentímetrar á hæð, skoraði níu mörk fyrir Grænhöfðaeyjar á HM og var með 82% skotnýtingu. Ekki kemur fram hvort Admilson hafi leikið í heimalandi sínu síðustu árin en verið með félagsliðum í Evrópu.
Kusners líkar lífið á Ísafirði
Karlar – helstu félagaskipti 2024