- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HSÍ fær nærri 83 milljónir úr afrekssjóði – framlagið lækkar á milli ára

Árangur A-landsliðs karla vegur þungt í úthlutun afrekssjóðs ÍSÍ til HSÍ. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) hlýtur 82,6 milljóna styrk úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fyrir árið 2023. Það er fjórum milljónum lægra en á síðasta ári og í samræmi við sjóðurinn hefur úr aðeins minna að spila nú en fyrir ári.


Alls nema styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila rúmlega 535 milljónum króna samanborði við 543 milljónir árið 2022. Hæsta framlagið kemur í hlut HSÍ sem eitt sjö sérsambanda í A-flokki en lista yfir úthlutaða styrki er að finna neðst í þessari frétt.


Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ er 392 milljónir króna vegna verkefna ársins 2023, en framlagið hefur verið óbreytt síðustu ár. Afrekssjóður ÍSÍ er annars fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ.


Til Afrekssjóðs ÍSÍ bárust umsóknir frá 33 sérsamböndum, 32 sérsambönd hljóta að þessu sinni styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna og er um misháar upphæðir að ræða.

Um 17,5% af heildarkostnaði

„Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna ársins 2023 nema um 3.057 m.kr. og er stuðningur sjóðsins því að meðaltali rúmlega 17,5% af heildarkostnaði sérsambanda vegna afreksstarfs, sem er örlítið lægra en á síðasta ári,“ segir í tilkynningu frá ÍSÍ sem lesa má heild sinni hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -