- Auglýsing -
Hulda Hrönn Bragadóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2027 og leikur því áfram með liði félagsins í Olísdeildinni á næstu leiktíð.
Hulda Hrönn, sem verður 18 ára í sumar, er mjög efnileg vinstri skytta sem leikið hefur með meistaraflokki í þrjú tímabil og tekið miklum framförum á þeim tíma. Hulda Hrönn hefur verið í yngri landsliðum kvenna og hefur verið valin í lokahóp u-19 ára landsliðs kvenna fyrir Evrópumótið sem haldið verður í Svartfjallalandi í sumar.
Handknattleiksdeildin fagnar mjög þessum nýja samningi og erum spennt að sjá Huldu Hrönn vaxa og dafna áfram í vínrauðu treyjunni næstu árin, segir í tilkynningu.
- Auglýsing -