- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hvað sagði Díana eftir leikinn við Frakka?

Sandra Erlingsdóttir og Tamara Horacek. Sandra fékk högg á andlitið þegar hún sótti að Horacek síðla leiksins í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Díana Guðjónsdóttir handknattleiksþjálfari hjá Haukum og fyrrverandi landsliðskona veltir fyrir sér frammistöðu kvennalandsliðsins í öðrum leiknum á HM í handknattleik sem var við Ólympíumeistara Frakklands. Hvað fannst Díönu ganga vel og hvað illa? Hún sendi handbolta.is eftirfarandi pistil.

Of stór biti

Þetta var því miður alltof stór biti fyrir okkur í byrjun leiks. Það var nokkuð ljóst að Frakkarnir ætluðu ekki að láta það sama koma fyrir og á móti Angóla og við máttum kannski eiga von á því að þær hafi farið í einhverja vinnu eftir þann leik.

Frábær fótavinna

Frakkarnir voru bara betri á öllum sviðum og það er frábært að sjá fótavinnuna á öllum þeirra leikmönnum bæði í vörn og sókn. Það eru allir leikmenn að taka þátt og mér finnst t.d. frábært að fylgjast með varnarvinnunni á hornmönnunum þeirra. Þær eru fljótar að koma boltanum í leik og refsa vel, því er erfitt að tapa 19 boltum á móti þeim.

Elín Jóna í sérflokki

Elín Jóna [Þorsteinsdóttir] var í sérflokki þessum leik, Bubbi [Hlynur Morthens] er með þetta og vonandi mun hún eiga svona leik á mánudaginn.

Vantar upp á hjá Andreu

Mér finnst vanta mikið upp á hjá Andreu [Jacobsen] bæði sóknar- og varnarlega. Vonandi mun hún sýna hvað í henni býr á mánudaginn á móti Angóla.

Mun betri í síðari hálfleik

Seinni hálfleikurinn var miklu betri og Elín Jóna hélt áfram að vera geggjuð, frábært að sjá hana. Sandra [Erlingsdóttir] var flott eins og hún er búin að vera undanfarið, Díana Dögg [Magnúsdóttir] kom með góða innkomu eins og nokkrir aðrir leikmenn.

Úrslitaleikur gegn Angóla

Þjálfarateymið rúllaði vel á liðinu þannig að þær ættu ekki að vera þreyttar á mánudaginn en það verður okkar úrslitaleikur. Við þurfum að ná þá frábærum leik og ég hef fulla trú á að það gerist.

Áfram Ísland.

Hvað sagði Díana eftir leikinn við Slóvena?

Þurfum að lengja góðu kaflana, jafnt í vörn sem sókn

Held að við getum gert góða hluti á HM

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -