- Auglýsing -
Íslenska landsliðið í handknattleik leikur síðasta leik sinn í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins í dag. Andstæðingurinn er landslið Argentínu sem unnið hefur tvo leiki á mótinu, Grænhöfðaeyjar 30:26 og Barein 26:25 en tapaði þremur, Egyptaland 39:25, Króatía 33:18 og Slóvenía 34:23.
Viðureign Íslands og Argentínu hefst klukkan 14.30.
Til þess að íslenska landsliðið komist áfram í átta liða úrslit verður eftirfarandi að eiga sér stað á lokadegi keppni í milliriðli 4:
- Ísland verður að vinna Argentínu.
- Grænhöfðaeyjar verða að vinna eða gera jafntefli við Egyptaland eða þá að Slóvenía nái jafntefli eða vinni Króata í síðasta leiknum sem hefst klukkan 19.30.
- Króatar verða úr leik tapi þeir eða geri þeir jafntefli við Slóvena.
- Ísland, Króatía og Egyptaland hafa sex stig hvort í milliriðlinum fyrir leiki kvölds. Verði liðin þrjú jöfn að stigum, þ.e. þau vinna öll leiki sína, taka Egyptar og Króatar sæti í átta liða úrslitum. Það er vegna úrslita í innbyrðis leikjum liðanna þriggja. Þar stendur íslenska liðið höllum fæti.
- Sigurliðið í milliriðli Íslands mætir Ungverjalandi í átta liða úrslitum á þriðjudag.
- Liðið sem hafnar í öðru sæti í milliriðli Íslands leikur við Frakkland í átta liða úrslitum á þriðjudag.
Leikir dagsins:
26. janúar: Ísland – Argentína, kl. 14.30 – RÚV.
26. janúar: Grænhöfðaeyjar – Egyptaland, kl. 17 – RÚV.
26. janúar: Króatía – Slóvenía, kl. 19.30 – RÚV2.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -