Lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar kvenna fer fram um helgina. Esbjerg og Györ hafa þegar tryggt sér efsta sætið í riðlunum tveimur og þar með farseðilinn bent í 8-liða úrslitum. Baráttan um hin tvö sætin er enn í fullum gangi.
Brest og Rostov kljást um annað sætið í A-riðli en liðin á morgun. Í B-riðli eru það hins vegar Vipers Kristiansand og franska liðið Metz sem berjast um annað sætið í riðlinum. Norska liðinu bíður ærið verkefni en það þarf að leggja ósigrað lið Györ að velli ætli það sér að ná í farseðillinn beint í 8-liða úrslitin. Að öðrum kosti hreppir Metz hnossið. Það er þó ekki eina baráttusætið sem er eftir í B-riðli því Krim og Sävehof mætast í hreinum úrslitaleik um síðasta sætið í útsláttarkeppninni.
A-riðill
FTC – Dortmund | Laugardagur kl. 15 | Beint á EHFTV
- FTC getur enn náð öðru sætinu í riðlinum en til þess þarf það að vinna sinn leik og treysta á að Brest vinni Rostov.
- Ef að það tekst verður það í fyrsta skiptið í þrjú ár sem DTC tekst að komast í 8-liða úrslit keppninnar.
- Þýska liðið hefur tapað fjórum leikjum í röð.
- Dortmund mun hafna í sjötta sæti riðilsins og mæta liðinu sem hlýtur þriðja sæti B-riðils í útsláttarkeppninni.
- FTC er eitt af fjórum liðum sem hefur ekki tapað á heimavelli í Meistaradeildinni á keppnistímabilinu.
Buducnost – Podravka | Laugardagur kl. 17 | Beint á EHFTV
- Buducnost mun hafna í sjöunda sæti í riðlinum ef það vinnur þennan leik.
- Sigri Buducnost í leiknum verður það það annar sigurleikurinn í röð en það hefur ekki tekist síðan í febrúar 2020.
- Podravka hefur tapað 12 leikjum í röð á þessari leiktíð og nálgast óðum sinn versta árangur sem er 14 tapleikir í röð frá september 2020 fram í mars 2021.
- Þetta er 290. leikur Buducnost í Meistaradeildinni. Ekkert lið hefur leikið jafnmarga leiki í keppninni. Krim er í öðru sæti með 280 leiki og Györ er þar á með 250 leiki.
- Þessi lið hafa skorað fæst mörk í Meistaradeildinni í vetur, Podravka 313 mörk og Buducnost 310.
Brest – Rostov-Don |Laugardagur kl. 17 | Beint á EHFTV
- Þar sem að Rostov vann fyrri leik þessara liða þá verður Brest að vinna leikinn til að eiga möguleika á öðru sæti í riðlinum. Eins þarf Bresta að treysta á að FTC misstigi sig gegn Dortmund.
- Brest hefur unnið alla sex heimaleiki sína til þessa í Meistaradeildinni. Aðeins Györ hefur betri árangur á heimavelli í vetur með sjö sigurleiki.
- Brest er enn taplaust á þessu ári í Meistaradeildinni. Liðið hefur unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli
- Rússneska liðið hefur fengið á sig fæst mörk allra liða í keppninni vetur, 284, sem gerir um 21,8 mark að meðaltali í leik. Þær eru eina liðið sem er enn á bak við 300 marka múrinn.
- Rostov hefur aldrei tapað fyrir Brest á síðustu fimm árum.
CSM Búkarest – Esbjerg | Sunnudagur kl. 13 | Beint á EHFTV
- Vinni Esbjerg leikinn verður það 11 sigurleikurinn í röð. Það væri félagsmet.
- Danska liðið skortir 32 mörk til að rjúfa 1.500 marka múrinn í Meistaradeildinni. Ef það tekst verður Esbjerg 27. liðið til að ná þeim áfanga.
- CSM mun hafna í fimmta sæti í riðlinum og mætir annað hvort CSKA eða Odense í útsláttarkeppninni.
- Esbjerg hefur hins vegar nú þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum í annað sinn í sögu Meistaradeildarinnar.
B-riðill
Vipers – Györ | Laugardagur kl. 17| Beint á EHFTV
- Ungverska liðið vill ljúka riðlakeppninni með stæl en það hefur unnið alla 13 leiki sína til þessa.
- Györ hefur nú þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum en Vipers á möguleika á að tryggja sér sæti þar.
- Norska liðið þarf að vinna Györ á sama tíma og og treysta á að Metz tapi fyrir CSKA til þess að ná öðru sæti í riðlinum.
- Györ hefur sterkasta sóknarliðið í Meistaradeildarinna en það hefur skorað 442 mörk.
Krim – Sävehof | Sunnudagur kl. 13 | Beint á EHFTV
- Krim er í sjötta sæti riðilsins með átta stig, tveimur meira en Sävehof.
- Sænska liðið þarf á sigri að halda í leiknum til að ná inn í útsláttarkeppnina.
- Krim hefur fengið fjögur stig á heimavelli í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Sävehof hefur hins vegar tapað fimm af sex útileikjum sínum á keppnistímabilinu.
CSKA – Metz | Sunnudagur kl. 15 | Beint á EHFTV
- CSKA eru nú með 14 stig í riðlinum og tryggir sér fjórða sætið með sigri á Metz.
- Franska liðið er hins vegar í baráttu um annað sætið í riðlinum og nægir jafntefli í leiknum til að ná því.
- Í síðasta leik gegn Odense náði franska liðið að rjúfa 4.000 marka múrinn í Meistaradeildinni og hefur nú skorað 4.028 mörk.
- CSKA vann fyrri leik liðanna. Ana Gros skoraði 12 mörk.
Odense – Kastamonu | Sunnudagur kl. 15 | Beint á EHFTV
- Odense er í fimmta sæti riðilsins með 13 stig og á möguleika á ná fjórða sætinu.
- Þetta er síðasti möguleiki tyrkneska liðsins til þess að ná í stig í keppninni.
- Jovanka Radicevic leikmaður Kastamonu er í fjórða sæti yfir markahæstu leikmenn með 80 mörk. Hún hefur skorað fimm mörkum færri en Jamina Roberst sem er markahæst.