- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hvaða lið mætast í Evrópudeild karla í vetur?

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Dregið var í riðla Evrópudeildar karla í handknattleik í morgun. Fyrirkomulagi keppninnar hefur verið breytt frá síðasta keppnistímabili. Í stað fjögurra riðla með sex liðum í hverjum verður leikið í átta riðlum með fjórum liðum í hverjum á næsta keppnistímabili sem hefst 17. október og lýkur 5. desember. Sextán liða úrslit fara fram í febrúar en á síðustu árum hefur riðlakeppninni lokið í þeim mánuði.

Íslandsmeistarar ÍBV sóttust ekki eftir þátttöku í Evrópudeildinni.


Íslenskir handknattleiksmenn og þjálfarar koma við sögu í nokkrum liðum sem taka þátt eða geta verið með í Evrópudeildinni á komandi keppnistímabili. Þeir eru:

Nantes: Viktor Gísli Hallgrímsson.
Benfica: Stiven Tobar Valencia.
IK Sävehof: Tryggvi Þórisson.
Kadetten: Óðinn Þór Ríkharðsson, markakóngur keppninnar ’22-’23.
Flensburg: Teitur Örn Einarsson.
Sporting: Orri Freyr Þorkelsson.

Þessir taka þátt í forkeppni í lok ágúst og í byrjun september:
RN Löwen: Arnór Snær Óskarsson og Ýmir Örn Gíslason.
Hannover-Burgdorf: Heiðmar Felixson, aðstoðarþjálfari.

Riðlaskipting er sem hér segir:

A-riðill:E-riðill:
HCB NantesKadetten Schaffhausen
IFK KristianstadElverum
BenficaFlensburg
RN-Löwen / HC VardarHC Lovcen-Cetinje
B-riðill:F-riðill:
Górnik ZabrzeBjerringbro/Silkeborg
AEK AþenaHC Alkaloid
Kriens-LuzernBM Logroño La Rijoja
Ystads IF HF / Hannover- BurgdorfHC Vojvodina
C-riðilll:G-riðill:
Balonmano CuencaFüchse Berlin
Gorenje VelenjeDinamo Bucaresti
IFK SävehofChambéry
P.Winterthur / Aguas SantasRK Izvidac
D-riðill:H-riðill:
RK NexeSporting
MSK Povazja BystricaTatabánya
SkjernChrobry Glogow
ABC Braga / Trimo TrebnjeGranollers / CSM Constanta

Forkeppni eftir liðlega mánuð

Eins og sést að ofan þá eru tvö lið í sumum sætum í riðlunum. Það er vegna þess að forkeppninni er ekki lokið. Hún fer fram 26. og 27. ágúst annarsvegar og 2. og 3. september hinsvegar.

Eftirtalin lið leiða saman hesta sína í forkeppninni:
Ystads IF HF – TSV Hannover-Burgdorf.
RK Trimo Trebnje – ABC de Braga.
Aguas Santas Milaneza – Pfadi Winterthur.
HC Vardar 1961 – Rhein-Neckar Löwen.
CSM Constanta – Fraikin BM. Granollers.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -