- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Hver Dani hefur leikið 100 leikjum fleiri en Íslendingar

Arnar Freyr Arnarsson, fyrir miðri mynd, er leikjahæsti leikmaður landsliðsins gegn Dönum með 65 landsleiki. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Mikill aldurs- og reynslumunur verður á milli þeirra leikmanna landsliða Íslands og Danmerkur í viðureign liðanna á Evrópumótinu í handknattleik. Mikil reynsla fór úr íslenska hópnum með Björgvini Páli Gústavssyni, Aroni Pálmarssyni og Ólafi Andrési Guðmundssyni sem hafa leikið frá 136 til 239 landsleiki. Bjarki Már á rétt innan við 100 landsleiki að baki.

  • Þeir 15 leikmenn sem reiknað er með að Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari tefli fram í kvöld eru að jafnaði 24,6 ára.
  • Yngsti leikmaðurinn er Viktor Gísli Hallgrímsson, 21 árs.
Viggó Kristjánsson er aldursforseti íslenska landsliðsins í leiknum við Dani. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
  • Seltirningurinn Viggó Kristjánsson verður aldursforseti. Hann varð 28 ára gamall í desember.

  • Arnar Freyr Arnarsson er sá leikmaður sem eftir stendur í 15 manna hópnum sem leikið hefur flesta landsleiki, 66.
  • Elvar Ásgeirsson þreytir frumraun sína með A-landsliðinu á stóra sviðinu í kvöld. Hann á engan skráðan A-landsleik. Elvar er 27 ára gamall. Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason eru einnig 27 ára.
Orri Freyr Þorkelsson hleypur í skarðið fyrir Bjarka Má Elísson. Orri Freyr á fjóra landsleiki. Mynd/Halfliði Breiðfjörð
  • Meðalfjöldi landsleikja leikmanna Íslands í kvöld er 32,8.

  • Miðað við það hvernig danska landsliðið var skipað í síðasta leik riðlakeppninnar þá er meðal fjöldi landsleikja hvers og eins, 132, eða um 100 landsleikir að jafnaði á mann fleiri en hjá íslensku leikmönnunum.
  • Meðalaldur danska landsliðsins 29,2 ár.
  • Elstur er Hans Lindberg. Hann stendur á fertugu. Lasse Svan er tveimur árum yngri.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -